Sögðu já undir þrýstingi 6. desember 2004 00:01 Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira