Innlent

Milljarða kröfur í þrotabú

Kröfur í þrotabúið Vélar og þjónusta hf. nema 1.200 til 1.300 milljónum króna. Viðar Lúðvíksson, skiptastjóri Véla og þjónustu hf., segir kröfuyfirlýsingafresti hafa lokið 24. nóvember. Fyrsti skiptafundur hafi verið 17. desember. Farið hafi verið yfir kröfulýsingar og skrá og stöðu búsins með kröfuhöfum. Endanleg niðurstaða sé ekki ljós. Sumum kröfum hafi verið lýst tvisvar í þrotabúið. "Það eru nokkrar milljónir í búinu og forgangskröfur greiðast væntanlega að fullu og síðan eitthvað upp í almennar kröfur," segir Viðar. Forgangskröfurnar nemi 20 til 30 milljónum. Viðar segir að fjölda krafna hafi verið hafnað þar sem gögn og rökstuðning fyrir þeim vantaði. Ákvörðun skiptastjóra hafi í einhverjum tilfellum verið mótmælt og afstöðu eigi eftir að taka til þeirra. Greint hefur verið frá því að KB banki eigi um 65% allra krafna í búið. Viðar segir flestar kröfur bankans verðtryggðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×