Menning

Selur allt bókasafnið sitt

"Fólk getur komið og keypt bækur úr safni uppáhalds söngvarans, stjórnmálamannsins eða skáldsins. Sem dæmi selur Einar Kárason bækur úr safninu sínu, Nylon stelpurnar, Jónsi og Jónína Bjartmarz," segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hróksins en félagið efnir til bókamarkaðar í dag og á morgun á útitaflinu í Lækjargötu til styrktar barnastarfi félagins.

Kristjón segir hugmyndina hafa kviknað þegar Hrafn Jökulsson ákvað að gefa allt bókasafnið sitt til styrktar starfinu. "Við ákváðum í framhaldinu að hafa samband við fleiri einstaklinga sem allir hafa tekið mjög vel í þetta. Ef þessi fyrsta helgi gengur vel er markaðurinn kominn til að vera enda höfum við ekki haft tíma til að hringja í nándar nærri alla sem gætu lagt okkur lið."

Féð sem safnast mun allt renna í barnastarf Hróksins sem félagið einbeitir sér að.

"Við hættum þátttöku í Íslandsmótinu til að beita okkur á þessu sviði. Í haust munum við halda í hringferð í kring um landið þar sem við gefum öllum 3. bekkingum "Skák og mát" eins og við höfum gert undanfarin ár." Kristjón segir árangurinn ekki láta á sér standa því skákáhuginn sé sífellt að aukast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.