Borgarstjóraefni árið 2006? 11. nóvember 2004 00:01 Það skýrist ekki fyrr en þegar líða tekur á næsta ár hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgarstjóri, verður borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum árið 2006. Þetta sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í R-listanum, í viðtali við fréttastofuna í morgun. Alfreð segir að það verði ekki fyrr en líða taki á næsta ár sem línur fari að skýrast hvort flokkarnir þrír, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri - grænir, muni á ný bjóða fram saman í nafni R-listans. Verði það hins vegar niðurstaðan hljóti Steinunn Valdís að koma til greina sem borgarstjóraefni, sagði Alfreð, en vildi að svo stöddu ekki tjá sig nánar um framtíð R-listans. Innan Framsóknarflokksins á landsvísu hefur það sjónarmið verið viðrað að það geti verið rétt fyrir flokkinn að draga sig út úr R-lista samstarfinu fyrir næstu kosningar þar sem listinn sé ekki lengur á því flugi sem þarf til að tryggja sér stjórn borgarinnar. Með því að bjóða fram sér gætu fulltrúar hans náð sterkri stöðu við myndun nýs meirihluta, en gæti annars endað í hópi fallista. Sjálfstæðsimenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun fara hins vegar ekki dult með að þeir telja vænlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að það skuli vera Steinunn Valdís sem leiði R-listannn fram að kosningum, en ekki Þórólfur Árnason. Máli sínu til stuðnings segja þeir að á vissum sviðum sé Steinunn Valdís ekki í takt við nútímakröfur almennings, til dæmis um samgöngumannvirki, og rifja upp ummæli hennar í borgarstjórn þann 21. september síðastliðinn þegar verið var að ræða mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar sagðist Steinunn Valdís telja að mislæg gatnamót á þessum stað ættu alls ekki rétt á sér. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Það skýrist ekki fyrr en þegar líða tekur á næsta ár hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgarstjóri, verður borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum árið 2006. Þetta sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í R-listanum, í viðtali við fréttastofuna í morgun. Alfreð segir að það verði ekki fyrr en líða taki á næsta ár sem línur fari að skýrast hvort flokkarnir þrír, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri - grænir, muni á ný bjóða fram saman í nafni R-listans. Verði það hins vegar niðurstaðan hljóti Steinunn Valdís að koma til greina sem borgarstjóraefni, sagði Alfreð, en vildi að svo stöddu ekki tjá sig nánar um framtíð R-listans. Innan Framsóknarflokksins á landsvísu hefur það sjónarmið verið viðrað að það geti verið rétt fyrir flokkinn að draga sig út úr R-lista samstarfinu fyrir næstu kosningar þar sem listinn sé ekki lengur á því flugi sem þarf til að tryggja sér stjórn borgarinnar. Með því að bjóða fram sér gætu fulltrúar hans náð sterkri stöðu við myndun nýs meirihluta, en gæti annars endað í hópi fallista. Sjálfstæðsimenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun fara hins vegar ekki dult með að þeir telja vænlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að það skuli vera Steinunn Valdís sem leiði R-listannn fram að kosningum, en ekki Þórólfur Árnason. Máli sínu til stuðnings segja þeir að á vissum sviðum sé Steinunn Valdís ekki í takt við nútímakröfur almennings, til dæmis um samgöngumannvirki, og rifja upp ummæli hennar í borgarstjórn þann 21. september síðastliðinn þegar verið var að ræða mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar sagðist Steinunn Valdís telja að mislæg gatnamót á þessum stað ættu alls ekki rétt á sér.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira