Erlent

Ætluðu að brenna kaupmanninn inni

Gerð var tilraun til að myrða kaupmann af asískum uppruna í verslun hans í Túnsbergi í Noregi í gærkvöldi. Árásarmennirnir, sem voru þrír, bundu kaupmanninn á höndum og fótum og kveiktu svo í versluninni en vegfarandi sá eldinn í tæka tíð og kallaði á björgunarlið sem náði kaupmanninum lifandi út. Árásarmennirnir eru ófundnir og ekki er vitað hverjir þeir eru. Verslunin var áður í eigu asískrar fjölskyldu sem flæmdist þaðan í fyrra eftir að nýnasistar brutu þar rúður og hentu logandi mólotov-kokteil inn á mitt gólf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×