Menning

Hyundai Getz á ólympíuleikunum

Hyundai er aðalstyrktaraðili Ólympíuleikanna í Aþenu sem fara fram þessa dagana. Fjögur þúsund Hyundai bílar eru því í Aþenu nú og hefur Hyundai Getz verið útnefndur bíll Ólympíuleikanna 2004. Hyundai kostar alla fólksflutninga sem varða framkvæmd leikanna. Flytja þarf þúsundir keppenda, dómara, fjölmiðlafólks, eftirlitsaðila og framkvæmdaaðila á milli staða og hefur Hyundai lagt til fjögur þúsund bílstjóra vegna þessa. Hyundai hefur verið meðal stærstu styrktaraðila ólympíuleikanna síðan 1988 þegar þeir fóru fram í Seoul í Suður-Kóreu. Þessi suður-kóreski bílaframleiðandi hefur þess vegna lagt ríka áherslu á að leggja öðrum stórum íþróttaviðburðum lið. Hyundai hefur til dæmis verið aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu síðan árið 2000. Hyundai var aðalstyrktaraðili heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2002 og verður það einnig árið 2006.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.