Erlent

Stoltur af fortíð sinni

Hinn nýi yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Durao Barroso, viðurkennir að hafa verið maóisti á yngri árum, og segist vera stoltur af því. Barroso er fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals. Hann barðist fyrir lýðræði með stúdentahreyfingu á síðustu árum einræðisstjórnar Antonios Salazar í Portúgal snemma á áttunda áratug síðustu aldar. "Ég er stoltur af þeim tíma í lífi mínu," sagði Barroso, en bætti því við að hann væri fyrir löngu orðinn fráhverfur kommúnisma, í hvaða mynd sem væri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×