Innlent

Lög á verkfall eina leið ríkisins

Ekki er hægt að leysa verkfall kennara með því að ríkið setji fé í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna svo illa stæð sveitarfélög geti mætt launakröfum kennara því samkomulag hafi náðst um fjármál milli sveitarfélaga og ríkisins, segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og menntamálanefndar Alþingis: "Það liggur fyrir yfirlýsing milli félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tekjuskiptingu sveitarfélaganna og ríkisins." Hann treysti á að menn fylgi samkomulaginu eftir. Gunnar vill að verkfall kennara verði stöðvað með lagasetningu náist ekki samningur milli þeirra og sveitarfélaganna. Álitið sé hans og hafi ekki verið rætt innan Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær kom fram að það hefði öruggar heimildir fyrir því að ríkisstjórnin íhugi lagasetningu á verkfall kennara öðru hvoru megin við mánaðamótin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×