Erlent

Flugvélin rann út af flugbrautinni

Í það minnsta 31 lét lífið og 61 slasaðist þegar farþegaflugvél rann út af hálli flugbraut á Javaeyju í Indónesíu í lendingu. Rúmlega 150 manns voru um borð í flugvélinni. Þrjátíu og sjö voru alvarlega slasaðir, að sögn eins yfirmanna flugvallarins. Flugmönnunum tókst ekki að stöðva flugvélina þegar hún lenti, flugbrautin var hál eftir mikla rigningu og rann flugvélin áfram þegar flugmennirnir reyndu að hemla. Dimmt var og rigning þegar slysið varð, það gerði björgunarstarf erfiðara en ella.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×