Enn óvissa í varnarmálum Íslands 30. júní 2004 00:01 "Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
"Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira