Innlent

Ríkisstjórnarfundur á morgun

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á morgun, sunnudag, klukkan 18 þar sem stefnt er að því að afgreiða lagafrumvarp um þjóðaratkvæðgreiðslur. Á vef Morgunblaðsins segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafi hist í dag til að ljúka gerð frumvarpsins. Forsætisráðherra sagði fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær að fundur yrði líklega boðaður aftur í dag en ekkert varð af því. Ef allt gengur eftir verður frumvarpið svo lagt fyrir Alþingi á mánudaginn eins og ráðgert hafði verið.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×