Framsókn ætlar ekki að gefa eftir 3. júlí 2004 00:01 Það skýrist í kvöld hvort stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Svo virðist sem mikið beri í milli. Framsóknarmenn vilja alls ekki fara yfir 30 prósenta mörkin. Flestir þingmanna Framsóknarflokksins vilja að engin þátttökuskilyrði verði sett í frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir segjast hins vegar geta sæst á einhver lágmarksskilyrði, þá helst í kringum 25 prósent en ekki meira en 30 prósent. Um er að ræða hlutfall kosningabærra manna sem þarf að greiða atkvæði gegn lögum svo þau falli úr gildi. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar lýst því yfir að þeir vilji miða þátttökuskilyrðið við 44 prósent. Það virðist því mikið bera í milli hvað þetta varðar. Málið er nú alfarið í höndum Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. Þeir funduðu um málið í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi náð sáttum enda veittu þeir fjölmiðlum ekki viðtöl. Einn af þingmönnum Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við sagði að sterk rök væru fyrir því að hafa engin skilyrði. Ákveðin efnisleg rök væru þó líka fyrir því að setja skilyrði um eitthvað lágmark. Meirihluti þingsins væri búinn að samþykkja fjölmiðlalögin og því væri fráleitt ef tíu til fimmtán prósent þjóðarinnar gætu breytt því. Þingmaðurinn sagðist hins vegar hafa trú á því að mikil kosningaþátttaka yrði í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem framundan væri. Lágmarksþátttökuskilyrði gætu samt verið ákveðinn öryggisventill í framtíðinni en að hafa það meira en 30 prósent kæmi ekki til greina. Þá myndi það hafa öfug áhrif. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins sem blaðið ræddi við í gær sögðust vera orðnir ansi langþreyttir á þessu máli öllu saman. Þetta væri stríð Davíðs við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og þeir einfaldlega hefðu ekki áhuga á að taka þátt í því opinberlega með því að tjá sig um málið. Einn ráðherra framsóknarmanna sagðist ekki getað sagt hver líkleg niðurstaða yrði í málinu á ríkisstjórnarfundinum í dag. Það yrði einfaldlega að koma í ljós hvað Halldór kæmi með af fundinum með Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Það skýrist í kvöld hvort stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Svo virðist sem mikið beri í milli. Framsóknarmenn vilja alls ekki fara yfir 30 prósenta mörkin. Flestir þingmanna Framsóknarflokksins vilja að engin þátttökuskilyrði verði sett í frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir segjast hins vegar geta sæst á einhver lágmarksskilyrði, þá helst í kringum 25 prósent en ekki meira en 30 prósent. Um er að ræða hlutfall kosningabærra manna sem þarf að greiða atkvæði gegn lögum svo þau falli úr gildi. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar lýst því yfir að þeir vilji miða þátttökuskilyrðið við 44 prósent. Það virðist því mikið bera í milli hvað þetta varðar. Málið er nú alfarið í höndum Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. Þeir funduðu um málið í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi náð sáttum enda veittu þeir fjölmiðlum ekki viðtöl. Einn af þingmönnum Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við sagði að sterk rök væru fyrir því að hafa engin skilyrði. Ákveðin efnisleg rök væru þó líka fyrir því að setja skilyrði um eitthvað lágmark. Meirihluti þingsins væri búinn að samþykkja fjölmiðlalögin og því væri fráleitt ef tíu til fimmtán prósent þjóðarinnar gætu breytt því. Þingmaðurinn sagðist hins vegar hafa trú á því að mikil kosningaþátttaka yrði í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem framundan væri. Lágmarksþátttökuskilyrði gætu samt verið ákveðinn öryggisventill í framtíðinni en að hafa það meira en 30 prósent kæmi ekki til greina. Þá myndi það hafa öfug áhrif. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins sem blaðið ræddi við í gær sögðust vera orðnir ansi langþreyttir á þessu máli öllu saman. Þetta væri stríð Davíðs við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og þeir einfaldlega hefðu ekki áhuga á að taka þátt í því opinberlega með því að tjá sig um málið. Einn ráðherra framsóknarmanna sagðist ekki getað sagt hver líkleg niðurstaða yrði í málinu á ríkisstjórnarfundinum í dag. Það yrði einfaldlega að koma í ljós hvað Halldór kæmi með af fundinum með Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira