Innlent

Uppgjöf og endir við hæfi

"Þetta er uppgjöf ríkisstjórnarinnar í þessu máli og endir við hæfi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fréttum Sjónvarpsins fyrir stundu. Steingrímur sagði greinilegt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hefðu ekki mátt til þess hugsa að tapa í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið. Því hefði þessi leið verið farin. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði afturköllun fjölmiðlalaganna töluverðan sigur fyrir andstæðinga laganna. Afturköllunin væri áframhald á undanhaldi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sem ekki þyrði að leggja eigin verk í dóm þjóðarinnar. Samkomulag formanna stjórnarflokkanna snerist fyrst og fremst um að bjarga andlitinu á Davíð Oddssyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×