Innlent

Á ekki von á miklum umræðum

Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagði hann að öll efnisumræða hefði þegar farið fram. Menn hafi farið út í miklar málþófsumræður og hann gerði ekki ráð fyrir að þeir gerðu það aftur þar sem einungis hafi verið gerðar tvær breytingar. Hann taldi líklegt að forsetinn myndi skrifa undir lögin nú þar sem engar forsendur væru fyrir öðru. Skrifi hann ekki undir taldi Davíð það vera skrípaleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×