Erlent

Neyðaráætlun vegna hryðjuverka

Bandaríkamenn óttast hryðjuverk í tengslum við forsetakosningarnar í nóvember og hafa undirbúið neyðaráætlun um að fresta kosningunum ef svo fer. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum nálgast óðum. Barátta þeirra Bush og Kerrys er í fullum gangi og keppast þeir við að sýna á sér hinar mannlegu og persónulegu hliðar. Stjórnvöld telja mögulegt að fylgismenn al-Kaída láta til skarar skríða nokkrum dögum fyrir kjördag til að hafa áhrif á úrslitin, líkt og gerðist í þingkosningunum á Spáni í mars sl. Því hefur verið undirbúin neyðaráætlun til að fresta kosningunum ef hryðjuverk verða framin. Áætlunin hefur enn ekki verið samþykkt og fer hún misvel í þingmenn sem benda á að kosningar séu haldnar þrátt fyrir jarðskjálfta og styrjaldir. Það séu því engin rök fyrir því að seinka kosningunum, og með því væri í raun verið að níðast á lýðræðinu. Fyrr í sumar var dufti kastað í Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í þinghúsinu. Þetta þótti afhjúpa mikla veikleika í öryggisgæslu þingins og fór fram allsherjar endurskoðun á henni. Breska leyniþjónustan hefur áhyggjur af því að hryðjuverkaárás verði gerð á Big Ben, eitt af kennileitum Lundúnaborgar. Þá er lagt til að byggður verði stálveggur í kringum þinghúsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×