Erlent

Bretar telja Blair óheiðarlegan

Meirihluti breskra kjósenda telur Tony Blair, forsætisráðherra Breta, óheiðarlegan samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Í könnuninni, sem gerð var fyrir dagblaðið Daily Mail, segjast 59% aðspurðra telja að Blair hafi logið til um gereyðingarvopn í Írak. 61% segjast ekki treysta Blair og 66% telja Verkamannaflokkinn hafa svikið kosningaloforð síðan flokkurinn komst til valda. Í könnuninni, sem náði til rúmlega eitt þúsund manna, kemur einnig fram að kjósendur telja glæpum hafa fjölgað og samskiptin við önnur Evrópulönd hafa versnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×