Bush ánægður með skýrsluna 24. júlí 2004 00:01 George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira