Blair ver umbreytingu flokksins 25. júlí 2004 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Verkamannaflokksins, varði um helgina þá umbreytingu sem orðið hefur á Verkamannaflokknum frá valdatöku hans í flokknum. Blair sagði flokkinn hafa alla burði til að vinna þingmeirihluta þriðja kjörtímabilið í röð en það hefur aldrei gerst áður í breskri stjórnmálasögu. "Þetta hefur verið fjarlægur draumur margra kynslóða flokksmanna en nú er möguleikinn innan seilingar," sagði Blair á stefnumótunarþingi Verkamannaflokksins í Coventry um helgina. Þingkosningar fara fram á Bretlandi á næsta ári en Verkamannaflokkurinn komst til valda undir stjórn Blairs árið 1997 og vann síðan sögulegan stórsigur í þingkosningunum árið 2001. Blair tók við forystuhlutverki í Verkamannaflokknum af Neil Kinnock árið 1994 og umbreytti flokknum á skömmum tíma. Undir forystu Blairs fékk Verkamannaflokkurinn heitið "New Labour" og snéri um leið baki við sósíalískri hugmyndafræði sinni að verulegu leyti. Flokkurinn reyndi með góðum árangri að höfða til bresku miðstéttarinnar og atvinnulífsins. Árangurinn lét ekki á sér standa og vann Blair stórsigur í sínum fyrstu þingkosningum í forystu Verkamannaflokksins árið 1997. Að undanförnu hefur þó gætt mikillar óánægju innan flokksins, einkum þeirra sem tilheyra vinstriarmi flokksins, með stefnu stjórnar Blairs í veigamiklum málum. Gagnrýnendur Blairs segja hann hafa gleymt uppruna flokksins og þeim hefðum sem flokkurinn byggir á. Í ræðu sinni viðurkenndi Blair að órói væri innan flokksins en hann svaraði gagnrýninni fullum hálsi: "Ef hugmyndafræðileg gildi eiga sér ekki samsvörun í veruleikanum, þá eru þau andvana fædd," sagði Blair og bætti við: "Þegar við breytum stefnunni til að koma til móts við væntingar fólks í nútímanum, erum við ekki að hverfa frá gömlu gildunum, heldur að láta þau móta nýju stefnuna," sagði Blair. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Verkamannaflokksins, varði um helgina þá umbreytingu sem orðið hefur á Verkamannaflokknum frá valdatöku hans í flokknum. Blair sagði flokkinn hafa alla burði til að vinna þingmeirihluta þriðja kjörtímabilið í röð en það hefur aldrei gerst áður í breskri stjórnmálasögu. "Þetta hefur verið fjarlægur draumur margra kynslóða flokksmanna en nú er möguleikinn innan seilingar," sagði Blair á stefnumótunarþingi Verkamannaflokksins í Coventry um helgina. Þingkosningar fara fram á Bretlandi á næsta ári en Verkamannaflokkurinn komst til valda undir stjórn Blairs árið 1997 og vann síðan sögulegan stórsigur í þingkosningunum árið 2001. Blair tók við forystuhlutverki í Verkamannaflokknum af Neil Kinnock árið 1994 og umbreytti flokknum á skömmum tíma. Undir forystu Blairs fékk Verkamannaflokkurinn heitið "New Labour" og snéri um leið baki við sósíalískri hugmyndafræði sinni að verulegu leyti. Flokkurinn reyndi með góðum árangri að höfða til bresku miðstéttarinnar og atvinnulífsins. Árangurinn lét ekki á sér standa og vann Blair stórsigur í sínum fyrstu þingkosningum í forystu Verkamannaflokksins árið 1997. Að undanförnu hefur þó gætt mikillar óánægju innan flokksins, einkum þeirra sem tilheyra vinstriarmi flokksins, með stefnu stjórnar Blairs í veigamiklum málum. Gagnrýnendur Blairs segja hann hafa gleymt uppruna flokksins og þeim hefðum sem flokkurinn byggir á. Í ræðu sinni viðurkenndi Blair að órói væri innan flokksins en hann svaraði gagnrýninni fullum hálsi: "Ef hugmyndafræðileg gildi eiga sér ekki samsvörun í veruleikanum, þá eru þau andvana fædd," sagði Blair og bætti við: "Þegar við breytum stefnunni til að koma til móts við væntingar fólks í nútímanum, erum við ekki að hverfa frá gömlu gildunum, heldur að láta þau móta nýju stefnuna," sagði Blair.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira