Hver er John Kerry? 26. júlí 2004 00:01 Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira