Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2024 17:38 Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Lee Jin-wook/AP Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air. Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air.
Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06