Arafat og Qureia sættast 27. júlí 2004 00:01 Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. Forsætisráðherrann sagði af sér í kjölfar þess að Arafat skipaði frænda sinn sem yfirmann öryggissveita Palestínu. Qureia dró síðar afsögn sína til baka þegar Arafat neitaði að taka við henni. Sagðist Qureia þá vera tilbúinn til þess að gegna embættinu í einhvern tíma, svo lengi sem Arafat gæfi eftir völd sín í tengslum við öryggissveitirnar. Arafat neitaði í fyrstu og lengi vel var útlit fyrir að Qureia stæði við afsögn sína. Arafat hefur verið að gefa eftir í deilunni síðustu daga, stuðningur við hann á heimastjórnarsvæðunum hefur minnkað og mótmælin eftir að Arafat skipaði frænda sinn í embætti á sér engin fordæmi. Meira að segja meðlimir úr Fatah-hreyfingu Arafats tóku þátt í þeim. Nú hefur Arafat sagt að hann sé tilbúinn til að gefa eftir af sínum persónulegu völdum. Qureia vonast til þess að aukin völd til ríkisstjórnarinnar verði til þess að hægt sé að ráðast í umbætur er lúta að efnahagslegum þáttum. Hann vill einnig beita sér harðar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á heimastjórnarsvæðunum. Ísraelsher heldur uppi stöðugum árásum á heimastjórnarsvæðin. Tveir Palestínumenn létust í morgun þegar skothríð braust út milli ísraelska hersins og að því að þeir töldu liðsmanna Hamaz. Annar mannanna mun hafa klæðst fötum Hamazliða en ekki er vitað hvort seinni maðurinn var vígamaður. Fjórir óbreyttir borgarar særðust í átökunum, þ.á m. tólf ára drengur. Að sögn Ísraela komu þeir auga á uppreisnarmenn sem voru að koma fyrir eldflaug. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. Forsætisráðherrann sagði af sér í kjölfar þess að Arafat skipaði frænda sinn sem yfirmann öryggissveita Palestínu. Qureia dró síðar afsögn sína til baka þegar Arafat neitaði að taka við henni. Sagðist Qureia þá vera tilbúinn til þess að gegna embættinu í einhvern tíma, svo lengi sem Arafat gæfi eftir völd sín í tengslum við öryggissveitirnar. Arafat neitaði í fyrstu og lengi vel var útlit fyrir að Qureia stæði við afsögn sína. Arafat hefur verið að gefa eftir í deilunni síðustu daga, stuðningur við hann á heimastjórnarsvæðunum hefur minnkað og mótmælin eftir að Arafat skipaði frænda sinn í embætti á sér engin fordæmi. Meira að segja meðlimir úr Fatah-hreyfingu Arafats tóku þátt í þeim. Nú hefur Arafat sagt að hann sé tilbúinn til að gefa eftir af sínum persónulegu völdum. Qureia vonast til þess að aukin völd til ríkisstjórnarinnar verði til þess að hægt sé að ráðast í umbætur er lúta að efnahagslegum þáttum. Hann vill einnig beita sér harðar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á heimastjórnarsvæðunum. Ísraelsher heldur uppi stöðugum árásum á heimastjórnarsvæðin. Tveir Palestínumenn létust í morgun þegar skothríð braust út milli ísraelska hersins og að því að þeir töldu liðsmanna Hamaz. Annar mannanna mun hafa klæðst fötum Hamazliða en ekki er vitað hvort seinni maðurinn var vígamaður. Fjórir óbreyttir borgarar særðust í átökunum, þ.á m. tólf ára drengur. Að sögn Ísraela komu þeir auga á uppreisnarmenn sem voru að koma fyrir eldflaug.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira