Popptónleikar eða flokksþing? 27. júlí 2004 00:01 Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira