Erlent

Ný stjórn í Tékklandi

Forseti Tékklands, Vaclav Klaus, skipaði í morgun hina nýju ríkisstjórn landsins formlega í embætti undir forystu forsætisráðherrans, Stanislavs Gross, sem er aðeins 34 ára gamall og yngsti forsætisráðherra í Evrópu. Þrjátíu og níu dagar eru liðnir síðan fráfarandi forsætisráðherra Tékklands, Vladimir Spidla, sagði af sér. Nýja stjórnin, sem er samsteypustjórn miðju- og vinstrimanna, þarf að vinna traustsyfirlýsingu sinni brautargengi á tékkneska þinginu innan 30 daga. Búist er við að atkvæðagreiðsla fari fram þann 24. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×