Erlent

Athyglin beinist nú að Bush

Meðan sjónir Bandaríkjamanna beindust einkum að John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, tókst honum að bæta ímynd sína nokkuð en náði samt ekki að hrista svo neinu nam upp í kosningabaráttunni. Nú þegar augun eru farin að beinast meira að Bush á ný, þá skjóta upp kollinum ýmis vandkvæði á því að hann nái endurkjöri. Helmingur kjósenda telur til að mynda nú orðið að Íraksstríðið hafi verið mistök, en í síðasta mánuði töldu 40 prósent að stríðið væri misráðið. Um það bil 46 prósent kjósenda treysta ekki repúblikönum fyrir efnahagsmálum, og nú er svo komið að 59 prósent kjósenda hafa litla trú á þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa tekið. Almennt telur fólk að Bush sé bæði sterkari og ákveðnari en Kerry, en á hinn bóginn telja menn Kerry vera greindari, heiðarlegri og ekki jafn þrjóskan og Bush.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×