Sport

Jón Arnar í 23. sæti

Jón Arnar Magnússon stökk 7,12 metra í langstökki í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna nú áðan. Fyrr í morgun hljóp hann 100 metrana á 11,05 sekúndum. Jón Arnar er í 23. sæti þrautarinnar með 1692 stig en forystu hefur Bryan Clay frá Bandaríkjunum með 2039 stig. Þrefaldur heimsmeistari, Tomas Dvorak, hætti keppni eftir fyrstu grein í morgun vegna meiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×