Enn langt í land í afvopnunarmálum 2. september 2004 00:01 "Við eigum enn langt í land. Ég hef óskað eftir stuðningi og aðstoð landanna sem eru hér samankomin en nokkur þeirra eru þegar þátttakendur í eyðingu efnavopna í Rússlandi. Við munum reyna að vinna saman að því að koma í veg fyrir að gjöreyðingarvopn komist í hendurnar á hryðjuverkahópum hvar sem er í heiminum," segir Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Hann var gestur á fundi formanna utanríkismálanefnda þinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var í gær. Richard Lugar, öldungardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, er þekktastur fyrir framlag sitt til afvopnunarmála. Hann stóð að baki Nunn-Lugar afvopnunaráætluninni árið 1991 ásamt fyrrum öldungardeildarþingmanni Demókrataflokksins, Sam Nunn. Fyrir vikið voru þeir tilnefndir til Friðarverðlauna Nóbels árið 2002. Áætlunin miðaðist upphaflega við að finna og eyða gereyðingarvopnum í Sovétríkjunum fyrrverandi en nú er stefnt að því að ná til allra ríkja heimsins sem talin eru búa yfir slíkum vopnum, svo sem Norður-Kóreu, Íran, Líbíu, Indlands og Pakistan. Auk þess nær áætlunin nú einnig til efnavopna og lífefnavopna. Nú þegar hefur Nunn-Lugar áætlunin meðal annars staðið fyrir eyðingu á rúmlega sex þúsund kjarnaoddum í Sovétríkjunum fyrrverandi. Gríðarlegt verkefni fram undan "Við höfum núorðið nokkuð góða mynd af því magni kjarnorkuvopna sem til er í heiminum. Við höfum ekki jafn góða yfirsýn yfir efnavopn og enn síður lífefnavopn. Til að mynda eru fjögur svæði í Rússlandi sem við höfum ekki enn fengið aðgang að," segir Lugar. Rússar hafa gert grein fyrir 40 þúsund tonnum af efnavopnum sem geymd eru á sjö stöðum. "Í einu efnavopnabyrgi í Rússlandi eru geymdar 1,9 milljónir efnavopna - sprengjur sem geymdar eru á viðarhillum í timburgeymslum," segir Lugar. "Í augnablikinu er öryggisgæsla á svæðinu, bandarískir og rússneskir hermenn gæta svæðisins og er það umkringt gaddavírsgirðingum. Öll þessi efnavopn þarf að gera óvirk en það er gert með því að bora tvö göt í hverja og eina sprengju, fjarlægja efnið úr þeim og gera það skaðlaust með ákveðnum aðferðum. Þetta þarf að gera 1,9 milljón sinnum og mun sennilega taka um sex ár. Hér er aðeins um að ræða eina geymslustöð af sjö en þetta gefur góða mynd af því gríðarlega verkefni sem fram undan er," segir Lugar. Þörf á aðgerðum í Norður-Kóreu og Íran Eitt helsta vandamálið sem takast þarf á við er sala og dreifing Norður-Kóreumanna á hráefnum og sérþekkingu sem nýta má til þess að framleiða kjarnorkuvopn. "Það er ekki lengur spurning um hvaða vopn þeir hafa undir höndum, því við höfum aflað okkur nokkuð góðrar vitneskju um það. Talið er að í Norður-Kóreu séu allt að sex kjarnavopn. Það þarf að koma af stað aðgerðum sem leiða til þess að þau verði gerð óvirk og að Norður-Kóreumenn hætti öllum áformum sínum um frekari smíð kjarnavopna," segir Lugar. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða sem fyrst og bendir á að umræður um öryggismál í Asíu séu þegar í gangi milli fulltrúa frá Bandaríkjunum, Kína, Japan, Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og Rússlandi. Lugar segir að jafnframt leiki ekki nokkur vafi á því að Íranar séu með í gangi áætlun um smíði kjarnavopna þrátt fyrir að þeir neiti því staðfastlega. "Takmark okkar er að ná alþjóðlegri samstöðu um að beita yfirvöld í Teheran þrýstingi um að láta af þessum áformum. Alþjóðlega kjarnorkustofnunin hefur þegar málefni Írana undir höndum en ef þeir breyta hins vegar ekki um stefnu þarf að vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjast aðgerða," segir Lugar. Deilur milli Indlands og Pakistans Landamæri Pakistans og Indlands hafa verið kölluð hættulegasta svæði heims. Lugar segir að báðar þjóðirnar búi yfir kjarnavopnum og sú staðreynd ætti að vekja athygli heimsins á ástandinu sem þar ríkir. "Það er afar mikilvægt að þjóðir heimsins sameinist um að koma í veg fyrir að ástand geti skapast milli landanna sem geti orðið til þess að einhver geti tekið óyfirvegaða ákvörðun sem leiði til kjarnorkuhörmunga," segir Lugar. Hann segir að fyrsta skrefið sé að huga að því hvernig hægt sé að aðstoða löndin við lausn á deilum sínum og stuðla að bættum samskiptum þeirra á milli. Meðal þess sem hefur áunnist með Nunn-Lugar áætluninni í fyrrum Sovétríkjunum: - 6.312 kjarnaoddum eytt eða gerðir óvirkir - 537 langdrægum flaugum eytt eða gerðar óvirkar - 459 skotpöllum fyrir langdrægar flaugar eytt - 11 hreyfanlegum skotpöllum fyrir langdrægar flaugar eytt - 128 sprengjuflugvélum eytt - 780 flaugum fyrir sprengjuflugvélar eytt - 408 skotpöllum kafbátaflauga eytt - 496 kafbátaflaugum eytt - 27 kjarnorkukafbátum eytt eða gerðir óvirkir - 194 stöðvum fyrir kjarnorkutilraunir lokað - Aukin öryggisgæsla við um 260 tonn af sprengiefni - Aukin öryggisgæsla við um 60 geymslubyrgi fyrir kjarnaodda - 208 tonnum af auðguðu úraníum breytt í skaðlaust úraníum - Uppfærsla á öryggisbúnaði um 35% af efnavopnum Rússa - 58 þúsund vopnasérfræðingar hafa verið ráðnir í ný störf, friðartengd - Úkraína, Hvíta-Rússland og Kasakstan eru nú kjarnorkuvopnalaus lönd. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
"Við eigum enn langt í land. Ég hef óskað eftir stuðningi og aðstoð landanna sem eru hér samankomin en nokkur þeirra eru þegar þátttakendur í eyðingu efnavopna í Rússlandi. Við munum reyna að vinna saman að því að koma í veg fyrir að gjöreyðingarvopn komist í hendurnar á hryðjuverkahópum hvar sem er í heiminum," segir Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Hann var gestur á fundi formanna utanríkismálanefnda þinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var í gær. Richard Lugar, öldungardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, er þekktastur fyrir framlag sitt til afvopnunarmála. Hann stóð að baki Nunn-Lugar afvopnunaráætluninni árið 1991 ásamt fyrrum öldungardeildarþingmanni Demókrataflokksins, Sam Nunn. Fyrir vikið voru þeir tilnefndir til Friðarverðlauna Nóbels árið 2002. Áætlunin miðaðist upphaflega við að finna og eyða gereyðingarvopnum í Sovétríkjunum fyrrverandi en nú er stefnt að því að ná til allra ríkja heimsins sem talin eru búa yfir slíkum vopnum, svo sem Norður-Kóreu, Íran, Líbíu, Indlands og Pakistan. Auk þess nær áætlunin nú einnig til efnavopna og lífefnavopna. Nú þegar hefur Nunn-Lugar áætlunin meðal annars staðið fyrir eyðingu á rúmlega sex þúsund kjarnaoddum í Sovétríkjunum fyrrverandi. Gríðarlegt verkefni fram undan "Við höfum núorðið nokkuð góða mynd af því magni kjarnorkuvopna sem til er í heiminum. Við höfum ekki jafn góða yfirsýn yfir efnavopn og enn síður lífefnavopn. Til að mynda eru fjögur svæði í Rússlandi sem við höfum ekki enn fengið aðgang að," segir Lugar. Rússar hafa gert grein fyrir 40 þúsund tonnum af efnavopnum sem geymd eru á sjö stöðum. "Í einu efnavopnabyrgi í Rússlandi eru geymdar 1,9 milljónir efnavopna - sprengjur sem geymdar eru á viðarhillum í timburgeymslum," segir Lugar. "Í augnablikinu er öryggisgæsla á svæðinu, bandarískir og rússneskir hermenn gæta svæðisins og er það umkringt gaddavírsgirðingum. Öll þessi efnavopn þarf að gera óvirk en það er gert með því að bora tvö göt í hverja og eina sprengju, fjarlægja efnið úr þeim og gera það skaðlaust með ákveðnum aðferðum. Þetta þarf að gera 1,9 milljón sinnum og mun sennilega taka um sex ár. Hér er aðeins um að ræða eina geymslustöð af sjö en þetta gefur góða mynd af því gríðarlega verkefni sem fram undan er," segir Lugar. Þörf á aðgerðum í Norður-Kóreu og Íran Eitt helsta vandamálið sem takast þarf á við er sala og dreifing Norður-Kóreumanna á hráefnum og sérþekkingu sem nýta má til þess að framleiða kjarnorkuvopn. "Það er ekki lengur spurning um hvaða vopn þeir hafa undir höndum, því við höfum aflað okkur nokkuð góðrar vitneskju um það. Talið er að í Norður-Kóreu séu allt að sex kjarnavopn. Það þarf að koma af stað aðgerðum sem leiða til þess að þau verði gerð óvirk og að Norður-Kóreumenn hætti öllum áformum sínum um frekari smíð kjarnavopna," segir Lugar. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða sem fyrst og bendir á að umræður um öryggismál í Asíu séu þegar í gangi milli fulltrúa frá Bandaríkjunum, Kína, Japan, Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og Rússlandi. Lugar segir að jafnframt leiki ekki nokkur vafi á því að Íranar séu með í gangi áætlun um smíði kjarnavopna þrátt fyrir að þeir neiti því staðfastlega. "Takmark okkar er að ná alþjóðlegri samstöðu um að beita yfirvöld í Teheran þrýstingi um að láta af þessum áformum. Alþjóðlega kjarnorkustofnunin hefur þegar málefni Írana undir höndum en ef þeir breyta hins vegar ekki um stefnu þarf að vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjast aðgerða," segir Lugar. Deilur milli Indlands og Pakistans Landamæri Pakistans og Indlands hafa verið kölluð hættulegasta svæði heims. Lugar segir að báðar þjóðirnar búi yfir kjarnavopnum og sú staðreynd ætti að vekja athygli heimsins á ástandinu sem þar ríkir. "Það er afar mikilvægt að þjóðir heimsins sameinist um að koma í veg fyrir að ástand geti skapast milli landanna sem geti orðið til þess að einhver geti tekið óyfirvegaða ákvörðun sem leiði til kjarnorkuhörmunga," segir Lugar. Hann segir að fyrsta skrefið sé að huga að því hvernig hægt sé að aðstoða löndin við lausn á deilum sínum og stuðla að bættum samskiptum þeirra á milli. Meðal þess sem hefur áunnist með Nunn-Lugar áætluninni í fyrrum Sovétríkjunum: - 6.312 kjarnaoddum eytt eða gerðir óvirkir - 537 langdrægum flaugum eytt eða gerðar óvirkar - 459 skotpöllum fyrir langdrægar flaugar eytt - 11 hreyfanlegum skotpöllum fyrir langdrægar flaugar eytt - 128 sprengjuflugvélum eytt - 780 flaugum fyrir sprengjuflugvélar eytt - 408 skotpöllum kafbátaflauga eytt - 496 kafbátaflaugum eytt - 27 kjarnorkukafbátum eytt eða gerðir óvirkir - 194 stöðvum fyrir kjarnorkutilraunir lokað - Aukin öryggisgæsla við um 260 tonn af sprengiefni - Aukin öryggisgæsla við um 60 geymslubyrgi fyrir kjarnaodda - 208 tonnum af auðguðu úraníum breytt í skaðlaust úraníum - Uppfærsla á öryggisbúnaði um 35% af efnavopnum Rússa - 58 þúsund vopnasérfræðingar hafa verið ráðnir í ný störf, friðartengd - Úkraína, Hvíta-Rússland og Kasakstan eru nú kjarnorkuvopnalaus lönd.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira