Þingflokkur sýnir tennurnar 29. september 2004 00:01 "Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
"Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira