Allt getur gerst 30. september 2004 00:01 Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum. Í kvöld mætast þeir George W. Bush og John Kerry í fyrstu kappræðunum af þremur sem fara fram á næstu vikum. Skoðanakannanir benda eindregið til þess að Bush hafi töluvert forskot og vaxi ásmeginn, en að John Kerry sé í vanda staddur - munurinn er í sumum könnunum allt að tíu prósent. Þó er allt að fjórðungur kjósenda óákveðinn eða reiðubúinn að skipta um skoðun, að mati Karlyn Bowman hjá American Enterprise Institute í Washington. Hún segir enn langt til kosninganna og að vika sé heil eilífð í bandarískum stjórnmálum. Að sögn Karlyn getur margt breyst á lokasprettinum. Karlyn segir að tölurnar sýni að Kerry hafi verið með mjög gott flokksþing en Bush með betra flokksþing. Hún segir aðeins þrjú mál vera á oddinum í þessari kosningabaráttu sem sé óvenjulegt því yfirleitt séu helstu málin fjögur til sex. „Þjóðin hefur miklar áhyggjur af efnahagsmálunum, stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum. Þetta eru einu málin sem tekist er á um í kosningabaráttunni,“ segir Karlyn. Að mati Karlyn getur ýmislegt gerst í kappræðunum í kvöld. Bæði hafa þær áhrif á óákveðna og frambjóðendunum má ekki verða á í messunni; slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar eins og hjá Al Gore í síðustu kosningum. „Hann andvarpaði í sífellu eins og honum leiddist svör George Bush og einu sinni fór hann alveg upp að forsetanum á mjög furðulegan hátt. Fólk varð afhuga vegna framkomu hans,“ segir Karlyn. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum. Í kvöld mætast þeir George W. Bush og John Kerry í fyrstu kappræðunum af þremur sem fara fram á næstu vikum. Skoðanakannanir benda eindregið til þess að Bush hafi töluvert forskot og vaxi ásmeginn, en að John Kerry sé í vanda staddur - munurinn er í sumum könnunum allt að tíu prósent. Þó er allt að fjórðungur kjósenda óákveðinn eða reiðubúinn að skipta um skoðun, að mati Karlyn Bowman hjá American Enterprise Institute í Washington. Hún segir enn langt til kosninganna og að vika sé heil eilífð í bandarískum stjórnmálum. Að sögn Karlyn getur margt breyst á lokasprettinum. Karlyn segir að tölurnar sýni að Kerry hafi verið með mjög gott flokksþing en Bush með betra flokksþing. Hún segir aðeins þrjú mál vera á oddinum í þessari kosningabaráttu sem sé óvenjulegt því yfirleitt séu helstu málin fjögur til sex. „Þjóðin hefur miklar áhyggjur af efnahagsmálunum, stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum. Þetta eru einu málin sem tekist er á um í kosningabaráttunni,“ segir Karlyn. Að mati Karlyn getur ýmislegt gerst í kappræðunum í kvöld. Bæði hafa þær áhrif á óákveðna og frambjóðendunum má ekki verða á í messunni; slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar eins og hjá Al Gore í síðustu kosningum. „Hann andvarpaði í sífellu eins og honum leiddist svör George Bush og einu sinni fór hann alveg upp að forsetanum á mjög furðulegan hátt. Fólk varð afhuga vegna framkomu hans,“ segir Karlyn.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira