Stefnuræða gagnrýnd 13. október 2005 14:44 Stjórnarandstæðingar fundu fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar flest til foráttu í sjónvarpsumræðunum á Alþingi í gærkvöld. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti ræðumaður stjórnarandstæðinga, hóf stórskotaárásina á Halldór með því að gagnrýna að hann skyldi ekki víkja aukateknu orði að Írak og stuðningi ríkisstjórnarinnar við Bandaríkin. Sagði hann ákvörðun Halldórs og forvera hans, Davíðs Oddssonar, um að setja Ísland á lista stuðningsríkja Bandaríkjanna dæmi um "ráðherrarræði". Það fyrirbæri hefði líka komið við sögu þegar "frændi og briddsfélagi" Davíðs Oddssonar hefðu verið skipaðir í Hæstarétt. "Þingið er í gíslingu ráðherraræðisins og nú hafa þeir læst krumlunum í Hæstarétt" sagði Össur Skarphéðinsson. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fréttir um fjárlagaferil Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að umræðuefni og sagði fréttamenn misskilja hvað lesa bæri út úr ríkisreikningi. Þær væru skráð óregluleg og ófyrirsjáanleg gjöld og hvernig fjárlagaafgangi væri varið til dæmis með greiðslum í lifeyrissjóði ríkisstarfsmanna, til Seðlabankans og fleira. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, beindi spjótum sínum að miklum viðskiptahalla og sagði að það ríkti "samsæri þagnarinnar" í þjóðfélaginu þar sem hver reyndi að ljúga því að öðrum að allt væri í lagi. Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn væri að framkvæma stefnu "íhaldsins" í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins sömu stefnu og Bush í Írak heldur líka í skattamálum. "Munurinn er sá að í Bandaríkjunum er viðurkennt að lækka eigi skatta mest á auðmönnum, en hér er reynt að fela það." Össur Skarphéðinsson gagnrýndi þá þögn sem ríkti um Íraksstríðið, ráðherrarræðið og viðskiptahallannMYND/Valgarður Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Stjórnarandstæðingar fundu fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar flest til foráttu í sjónvarpsumræðunum á Alþingi í gærkvöld. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti ræðumaður stjórnarandstæðinga, hóf stórskotaárásina á Halldór með því að gagnrýna að hann skyldi ekki víkja aukateknu orði að Írak og stuðningi ríkisstjórnarinnar við Bandaríkin. Sagði hann ákvörðun Halldórs og forvera hans, Davíðs Oddssonar, um að setja Ísland á lista stuðningsríkja Bandaríkjanna dæmi um "ráðherrarræði". Það fyrirbæri hefði líka komið við sögu þegar "frændi og briddsfélagi" Davíðs Oddssonar hefðu verið skipaðir í Hæstarétt. "Þingið er í gíslingu ráðherraræðisins og nú hafa þeir læst krumlunum í Hæstarétt" sagði Össur Skarphéðinsson. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fréttir um fjárlagaferil Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að umræðuefni og sagði fréttamenn misskilja hvað lesa bæri út úr ríkisreikningi. Þær væru skráð óregluleg og ófyrirsjáanleg gjöld og hvernig fjárlagaafgangi væri varið til dæmis með greiðslum í lifeyrissjóði ríkisstarfsmanna, til Seðlabankans og fleira. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, beindi spjótum sínum að miklum viðskiptahalla og sagði að það ríkti "samsæri þagnarinnar" í þjóðfélaginu þar sem hver reyndi að ljúga því að öðrum að allt væri í lagi. Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn væri að framkvæma stefnu "íhaldsins" í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins sömu stefnu og Bush í Írak heldur líka í skattamálum. "Munurinn er sá að í Bandaríkjunum er viðurkennt að lækka eigi skatta mest á auðmönnum, en hér er reynt að fela það." Össur Skarphéðinsson gagnrýndi þá þögn sem ríkti um Íraksstríðið, ráðherrarræðið og viðskiptahallannMYND/Valgarður
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira