Innlent

Svartsýnn á lausn deilunnar

Grafalvarleg staða er komin upp í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna, segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands: "Deilan er í hnút og ég er langt frá því að var bjartsýnn." Birgir Björn Sigurjónsson formaður Launanefndar sveitarfélaganna segir samningsolnbogarými nefndanna lítið. Kennarar setji fram ófrávíkjanlegar kröfur sem ekki nái fram að ganga nema launanefndin gangi að þeim: "Umræðan gengur því út á hvað þeir vilja fá. Forysta kennara er ekki til umræðu um annað." Eiríkur segir að allt benda til þess að síðasti kjarasamningur hafi ekki skilað umsömdu fé til skólanna. Kennarasambandið hafi ítrekað kallað eftir efndum samningsins. Meðal annars með málaferlum. Birgir Björn segir að staðið hafi verið við kjarasamninginn að fullu leyti. Miklar breytingar hafi verið gerðar á skólastarfi grunnskólanna. Sveitarfélögin hafi ekki tapað dómsmálum nema í undantekningartilvikum. "Ég tel að fólk hafi sætt sig illa við breytingarnar og því miður stóð Kennarasambandið ekki með kjarasamningnum í þeim málum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×