Nefndin strax orðin umdeild 8. október 2004 00:01 Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira