Vill eitthvað fljótlegt í kvöldmat 14. október 2004 00:01 Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma. "Ég er með tvær hálffullorðnar stelpur heima sem eru í menntaskóla og háskóla og þær eru auðvitað ekki í bráðri lífshættu þótt mamma komi ekki heim og eldi. Þær vilja samt gjarnan að eitthvað sé til svo ég er dugleg að fylgjast með tilboðum á frosnum og tilbúnum réttum sem eru margir hverjir alveg prýðilegir og úrvalið hefur aukist gríðarlega. Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt, en svo kaupi ég líka oft tilbúna kjúklingabita." Guðrún Ebba hefur þó ekki alveg snúið baki við matseldinni því um helgar finnst henni skemmtilegt að hafa meira við. "Það eru reyndar langmest kjúklingabringur, sem eru bæði fljótlegar og hollar. Ég læt bringurnar liggja í olíu, ediki, hunangi, sinnepi og sojasósu, og þetta þarf ekki að liggja nema í korter, hálftíma áður en það er steikt. Svo fer þetta á rifflaða pönnu sem ég keypti ódýrt í IKEA. Með þessu kaupi ég oftast salat í pokum og bæti svo einhverju í það eins og til dæmis berjum," segir Guðrún Ebba hlæjandi. "Ef við erum ekki með kjúklingabringur er Nóatúnskryddað lambakjöt alveg eðal." Hún segist í ljósi breyttra tíma vera hætt að skammast sín fyrir að vera ekki ofurkona í eldhúsinu. "Ég reyni að sameina þetta tvennt, fljótlegt og ódýrt. Börn og fullorðnir fá líka flestir mat í hádeginu í skólum og vinnustöðum þannig að kvöldmaturinn er ekki orðinn eins mikilvægur og hann var." Matur Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma. "Ég er með tvær hálffullorðnar stelpur heima sem eru í menntaskóla og háskóla og þær eru auðvitað ekki í bráðri lífshættu þótt mamma komi ekki heim og eldi. Þær vilja samt gjarnan að eitthvað sé til svo ég er dugleg að fylgjast með tilboðum á frosnum og tilbúnum réttum sem eru margir hverjir alveg prýðilegir og úrvalið hefur aukist gríðarlega. Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt, en svo kaupi ég líka oft tilbúna kjúklingabita." Guðrún Ebba hefur þó ekki alveg snúið baki við matseldinni því um helgar finnst henni skemmtilegt að hafa meira við. "Það eru reyndar langmest kjúklingabringur, sem eru bæði fljótlegar og hollar. Ég læt bringurnar liggja í olíu, ediki, hunangi, sinnepi og sojasósu, og þetta þarf ekki að liggja nema í korter, hálftíma áður en það er steikt. Svo fer þetta á rifflaða pönnu sem ég keypti ódýrt í IKEA. Með þessu kaupi ég oftast salat í pokum og bæti svo einhverju í það eins og til dæmis berjum," segir Guðrún Ebba hlæjandi. "Ef við erum ekki með kjúklingabringur er Nóatúnskryddað lambakjöt alveg eðal." Hún segist í ljósi breyttra tíma vera hætt að skammast sín fyrir að vera ekki ofurkona í eldhúsinu. "Ég reyni að sameina þetta tvennt, fljótlegt og ódýrt. Börn og fullorðnir fá líka flestir mat í hádeginu í skólum og vinnustöðum þannig að kvöldmaturinn er ekki orðinn eins mikilvægur og hann var."
Matur Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira