Innlent

Þarf að ákæra á ný

Hæstiréttur vísaði líkamsárásarmáli frá héraðsdómi þar sem talið var að ákæran í málinu væri ekki í samræmi við þau gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Þarf því að hefja málsmeðferð að nýju með nýrri ákæru. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið mann á hægra auga þannig að hann hlaut bólgu og lítið brot í augntóttarbotn ásamt blæðingu. Hins vegar segir sá sem varð fyrir árásinni að árásármaðurinn hafi slegið hann högg sem lenti á kinnbeini og eyra en hann hafi jafnframt skallað hann harkalega í andlitið. Frásögn fórnarlambsins fékk stoð í skýrslu vitnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×