Bíll í takti við tímann 19. október 2004 00:01 Nú styttist í að ný lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl. taki gildi, eða 1. júlí á næsta ári. Við gildistöku laganna lækkar þungaskattur sem eigendur dísilbíla hafa greitt og með því getum við Íslendingar tekið af fullum þunga þátt í þeirri dísilbílabylgju sem gengur yfir heiminn. Dísilbílar eru í tísku. Það sést meðal annars á því að að stöðugt fleiri nettir fólksbílar fást nú í dísilútgáfu. Dísilvélarnar eru líka í framþróun og það er liðin tíð að dísilbílar séu hávaðasamir og illa lyktandi. Þeir eru þvert á móti umhverfisvænn kostur sem æ fleiri velja. Einn hinna minni fjölskyldubíla sem nú fást í dísilútgáfu er Volkswagen Golf, bíllinn sem notið hefur mestrar velgengni allra þýskra bíla og var kynntur í nýrri útgáfu í vor. Skemmst er frá að segja að það klæðir Golfinn vel að vera dísilbíll. Golfinn er massífur bíll miðað við stærð og passar því malandi dísilvélin einstaklega vel við hann. Bíllinn er lipur og sprækur og sjötti gírinn er óneitanlega skemmtileg viðbót á lengri akstri. Golfinn er þægilegur borgarbíll, einn af þeim sem eru stærri að innan en utan. Hann er því nettur í innanbæjarakstri án þess að það komi niður á plássinu inni í bílnum þar sem vel fer um alla, jafnvel fullorðna í aftursætinu. Úti á þjóðveginum nýtur hann sín ekki síður, liggur vel og er öruggur og skemmtilegur á veginum. Volkswagen Golf dísil er skemmtilegur fjölskyldubíll. Ekki spillir fyrir að hann er sparneytinn kostur, fór til dæmis hringinn á þjóðvegi 1 í sumar á vegum FÍB á rúmlega fjórum lítrum á hundraði.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA Bílar Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nú styttist í að ný lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl. taki gildi, eða 1. júlí á næsta ári. Við gildistöku laganna lækkar þungaskattur sem eigendur dísilbíla hafa greitt og með því getum við Íslendingar tekið af fullum þunga þátt í þeirri dísilbílabylgju sem gengur yfir heiminn. Dísilbílar eru í tísku. Það sést meðal annars á því að að stöðugt fleiri nettir fólksbílar fást nú í dísilútgáfu. Dísilvélarnar eru líka í framþróun og það er liðin tíð að dísilbílar séu hávaðasamir og illa lyktandi. Þeir eru þvert á móti umhverfisvænn kostur sem æ fleiri velja. Einn hinna minni fjölskyldubíla sem nú fást í dísilútgáfu er Volkswagen Golf, bíllinn sem notið hefur mestrar velgengni allra þýskra bíla og var kynntur í nýrri útgáfu í vor. Skemmst er frá að segja að það klæðir Golfinn vel að vera dísilbíll. Golfinn er massífur bíll miðað við stærð og passar því malandi dísilvélin einstaklega vel við hann. Bíllinn er lipur og sprækur og sjötti gírinn er óneitanlega skemmtileg viðbót á lengri akstri. Golfinn er þægilegur borgarbíll, einn af þeim sem eru stærri að innan en utan. Hann er því nettur í innanbæjarakstri án þess að það komi niður á plássinu inni í bílnum þar sem vel fer um alla, jafnvel fullorðna í aftursætinu. Úti á þjóðveginum nýtur hann sín ekki síður, liggur vel og er öruggur og skemmtilegur á veginum. Volkswagen Golf dísil er skemmtilegur fjölskyldubíll. Ekki spillir fyrir að hann er sparneytinn kostur, fór til dæmis hringinn á þjóðvegi 1 í sumar á vegum FÍB á rúmlega fjórum lítrum á hundraði.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA
Bílar Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira