Menning

Verðkönnun á dekkjaskiptum

1.078 krónum munar á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu. Þetta er niðurstaða verðkönnunar sem gerð var af Fréttablaðinu á 12 dekkjaverkstæðum fyrir hádegi fimmtudaginn 14. október. Ódýrust var þessi þjónusta í Hjólbarðastofunni Bíldshöfða í Reykjavík, 4.410 krónur, en dýrust á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, 5.488 krónur, miðað við að bíllinn sé á álfelgum. Verðmunur í því tilviki er rúm 24%. En ef bíllinn er á stálfelgum er verðið mun lægra í Grafarvoginum eða 4.984 krónur. Það er 13% hærra verð en í Hjólbarðastofunni. Gúmmívinnustofan Akureyri er einnig með hærra verð á umfelgun og jafnvægisstillingu álfelga en stálfelga. Verð á umfelgun stálfelga er 5.150 kr. sem er tæpum 17% hærra en lægsta verð. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu eru tíu verkstæðanna á höfuðborgarsvæðinu en tvö á Akureyri. Könnunin fór fram í gegnum síma. Nú er framundan sá tími sem landsmenn skipta um dekk undir bílum sínum því þau þurfa að vera af þeim grófleika að geta mætt hálku og snjó og veitt þar viðnám. Nagladekkjatíminn hefst 1. nóvember en heilsársdekk henta í mörgum tilfellum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.