Innlent

Undir áhrifum daginn eftir

Ökumaður var tekinn í Hafnarfirði um klukkan tvö í gær grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn var, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði, stöðvaður við venjubundið eftirlit og ökumaðurinn látinn blása í blöðru. Kom þá í ljós að áfengismagn í blóði hans var vel yfir leyfilegum mörkum. Ökumaðurinn kvaðst ekki hafa bragðað áfengi áður en hann settist upp í bíl sinn í gær en viðurkenndi hins vegar að hafa verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldið og eimdi enn eftir af þeirri skemmtan. Af þessu tilefni vill lögreglan brýna það fyrir akandi vegfarendum að aka ekki of snemma af stað ef áfengi er haft um hönd kvöldið áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×