Innlent

Eldur í Ósk KE

"Við vorum ný hættir að draga og vorum á heimleið þegar við sáum þá veifa til okkar," sagði Sverrir Þór Jónsson, á Brynhildi HF-83, þegar hann var á leið í land með Ósk KE-5 í togi eftir að kviknaði í bátnum um ellefu sjómílur norðvestur af Sandgerði. Sverrir segir eldinn hafa komið upp fram í bátnum. Skipverjar á Ósk, sem er tíu tonna bátur, tæmdu úr heilu slökkvitæki á eldinn og höfðu ráðið niðurlögum hans þegar Brynhildur kom að. Ósk var tekin í tog og var ferðinni rétt að ljúka þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi en hún tók rúmlega fjóra klukkutíma. Slökkvilið á Suðurnesju var í viðbragðsstöðu á höfninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×