Innbrot í Reykjavík
Brotist var inní raftækjaverslun í vesturhluta borgarinnar í kringum miðnætti í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík sá tvo menn koma út úr versluninni og höfðu þeir stolið átta skjávörpum úr henni. Mennirnir tveir voru á stolinni bifreið og veitti lögreglan þeim eftirför. Að lokum keyrðu mennirnir inní garð og lögreglan handtók þá. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn en mennirnir voru yfirheyrðir í gær.