Innlent

92,98% á móti tillögunni

92,98% kennara greiddu atkvæði gegn miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í kennaradeilunni. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan eitt og hefur talning staðið yfir síðdegis. Launanefnd sveitarfélaga samþykkti aftur á móti tillöguna.  Heimili og skóli - landssamtök foreldra krefjast í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að viðsemjendur leiti allra leiða til þess að fresta verkfalli þannig að ekki komi til frekari röskunar á skólastarfi í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×