Amfetamín falið í loftpressu 8. nóvember 2004 00:01 Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira