Innlent

Framsókn vill óháðan borgarstjóra

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gærkvöld.

Gestur Gestsson, formaður félagsins, segir að Þórólfur hafi verið hlutlaus einstaklingur utan R-lista og að hann hafi verið farsæll borgarstjóri. Þess vegna vilji stjórnin að leitað verði í sama rann. Hann segir það skoðun stjórnarinnar að hvorki Dagur B. Eggertsson né aðrir borgarfulltrúar R-listans komi til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×