Innlent
Áfram í varðhaldi
Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir manni sem handtekinn var í lok október vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára. Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok október. Nú eru fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Rannsóknin hefur staðið yfir frá því í mars. Þá fundust tæp þrjú kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi. Í júlí fundust átta kíló af amfetamíni í sendingu með skipinu og í september fundust 2000 skammtar af LSD í póstsendingu.