Erlent

Fyrsti sökudólgurinn fyrir dóm

Í dag mætir fyrsti sakborningurinn af þeim sem ákærðir eru fyrir hryðjuverkin í Madrid í mars fyrir dóm á Spáni. Hann er 16 ára gamall og er gefið að sök að hafa flutt sprengiefnin sem notuð voru til árásarinnar. Drengurinn á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í málinu. 11 aðrir verða leiddir fyrir dóm á næstunni vegna hryðjuverkanna, sem urðu tæplega 200 manns að bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×