Erlent

Fá ekkert fyrir stuðninginn

Jacques Chirac, frakklandsforseti, segir Breta ekki hafa fengið neitt fyrir stuðning sinn við innrásina í Írak. Chirac, sem ræddi við breska fréttamenn í gær, sagði það ekki í eðli Bandaríkjamanna um þessar mundir að endurgjalda greiða. Þá notaði Chirac tækifærið til þess að hjóla í Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, sem hefur talað um Frakka og Þjóðverja sem hina gömlu Evrópu. Chirac sagði þetta fráleita söguskýringu og það væri aðeins óskhyggja hjá Rumsfeld að Frakkar og Þjóðverjar annars vegar og Bretar hins vegar, litu heiminn ólíkum augum. Chirac notaði einnig tækifærið til þess að hnykkja á framtíðarsýn sinni um sameinaða sterka Evrópu, sem stæði Bandaríkjunum ekki að baki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×