Erlent

Jólakort í tölvunni

Danski Pósturinn býður fólki að búa til jólakortin sín í tölvunni, skrifa jólakveðju og senda kortið rafrænt til Póstsins sem prentar út á pappír og kemur honum hratt og örugglega til viðtakenda. Pósturinn hefur á boðstólum ýmsar gerðir af jólakortum á netinu, en fólk getur líka sótt eigin ljósmyndir. Póstinum er mjög í mun að vera í takt við tímann, enda stöðugt færri sem senda jólakort og velja einfaldlega að senda tölvupóst eða SMS. Slíkt kemur sér afar illa fyrir póstsins menn, sem eiga mikið undir jólaviðskiptunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×