Angólsk kona í fangelsi
Angólsk kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir þrjú skjalafalsbrot. Konan braut fyrst af sér þegar hún stofnaði kennitölu með fölsuðu vegabréfi hjá Hagstofu Íslands. Aftur framvísaði hún fölsuðum skilríkjunum þegar hún stofnaði bankareikning og einnig á leið sinni út úr landinu en hún var á leið til Bretlands. Konan kom til landsins frá Hollandi í byrjun ársins. Hún hóf afplánun í kvennafangelsinu í Kópavogi í gær.