Bruninn kostaði 73 milljónir 16. nóvember 2004 00:01 Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira