Lést eftir högg á kjálka 16. nóvember 2004 00:01 Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira