Erlent

Hassan líklega skotin til bana

Allar líkur eru á því að konan, sem írakskir hryðjuverkamenn sjást skjóta til bana á myndbandsupptöku sem send var arabískri sjónvarpsstöð í gær, sé Margaret Hassan, yfirmaður CARE-mannúðarsamtakanna í Írak. Henni var rænt í síðasta mánuði og hún meðal annars neydd til að biðja sér griða á myndbandsupptöku. Sorg ríkir í Írak vegna drápsins, en Hassan, sem var írsk, bjó þar ásamt írökskum eiginmanni sínum í þrjátíu ár. Hún var þekkt fyrir starf að mannúðarmálum og helgaði líf sitt íröksku þjóðinni. Meðal þeirra sem syrgja Hassan, eru sjúklingar á einu meginsjúkrahúsinu í Bagdad, sem nutu góðs af starfi hennar. CARE-samtökin hafa nú hætt öllu starfi í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×