Erlent

Banameinið skorpulifur

Banamein Jassirs Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var skorpulifur. Franska dagblaðið Le Monde greinir frá þessu í dag. Alla jafna er skorpulifur rakin til ofneyslu áfengis, en Arafat er sagður hafa verið vatnsdrykkjumaður mikill. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum, sem séð hafa læknaskýrslur Arafats, að nokkrir þættir hafi dregið Arafat til dauða, en að skorpulifur hafi leitt til blæðingar og í kjölfarið dauðadás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×